Keep up to date with every new upload!

Join free & follow Leynifélagið
Share
  • 6 years ago
Jónsi og Greta

Jónsi og Greta

Í fyrramálið leggja Greta og Jónsi og fylgdarlið af stað í langt ferðalag til Aserbadjan til að taka þátt í Evrópusöngvakeppninni. Í kvöld verða þau hinsvegar á Leynifélagsfundi, enda gleyma þau ekki leynifélögum þó að mikið sé að gera.
Rétt áður en Greta og Jónsi halda til Baku í Aserbadjan mæta þau á Leynifélagsfund til að spjalla við leynifélaga og spila uppáhaldslögin sín. Jónsi segir frá því þegar hann fór og keppti fyrir Ísland árið 2004 í söngvakeppninni og Greta segir uppáhaldslag sitt einmitt vera Heaven lagið sem hann flutti. Hann er hinsvegar sannfærður um að hún sé bara að grínast og biður hana um að nefna annað lag. Þau eru í góðu skapi og eru búin að læra örlitla rússnesku fyrir ævintýrið í Baku og reiðubúin að keppa fyrir Íslands hönd í Evrópusöngvakepninni með lagið Never forget, sem á íslensku heitir Mundu eftir mér.
Alltaf leyndó, alltaf gaman og alltaf spennandi að fylgjast með Íslandi í Evrópusöngvakeppninni.

Comments