Keep up to date with every new upload!

Join free & follow Hlaðvarp Kjarnans
Share
  • 2 years ago
Tæknivarpið – Sorry með Mac Pro – 14. apríl 2017

Tæknivarpið – Sorry með Mac Pro – 14. apríl 2017

Bandaríski tölvuframleiðandinn Apple hefur beðist afsökunar á ruslatunnulögun Mac Pro-tölvunar sem sett var á markað árið 2013. Jafnvel þó að hönnun tölvunar hafi vakið athygli vegna nýstárlegra hugmynda þá reyndist þríhyrningslaga form tölvunnar sjálfrar (sem var þannig í laginu til þess að hámarka kæligetu) útiloka allar uppfærslur á vélbúnaðinum. Það hefur ekki farið vel í trygga Mac Pro-notendur.

Apple hefur þess vegna lækkað verðið á 2013 árgerð tölvunnar og lofað betrumbótum á næstu útgáfu í vörulínunni.

Tæknivarpið ræðir Apple og margt fleira í þessum 99. þætti Tæknivarpsins í hlaðvarpi Kjarnans. Gestur þáttarins er doktor Helga Ingimundardóttir en umsjónarmenn eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Andri Valur Ívarsson og Atli Stefán Yngvason.

Í öðrum og ótengdum Apple-fréttum er að segja af bandaríska tónlistarmanninum Jay Z sem hóf að eyða tónlistinni sinni út af tónlistarstreymisveitum Apple Music og Spotify í vikunni. Enn er hægt að nálgast tónlistina hans á Tidal, streymisve

Comments