Keep up to date with every new upload!

Join free & follow Hlaðvarp Kjarnans
Share
  • 1 year ago
Sparkvarpið – Svanavatnið og sænskar kjötbollur – 11. október 2017

Sparkvarpið – Svanavatnið og sænskar kjötbollur – 11. október 2017

Í þætti vikunnar fengu strákarnir markvörð Stjörnunnar, Harald Björnsson, í heimsókn. Haraldur ræddi um Östersund FK í Svíþjóð þar sem hann spilaði á síðasta ári. Borgin Östersund er í miðri Svíþjóð og er aðallega þekkt fyrir góðan árangur í vetraríþróttum frekar en að eiga gott fótboltalið. Mikill uppgangur hefur þó verið hjá knattspyrnuliði borgarinnar undanfarin misseri.

Árið 2011 var liðið statt í fjórðu deild í Svíþjóð árið 2011 og áttu erfitt með að finna leikmenn til að spila með liðinu. Síðan þá hafa þeir unnið sig hratt og örugglega upp sænska deildarstigann og spila á þessu tímabili í efstu deildinni í Svíþjóð, Allsvenskan. Í síðasta mánuði tókst liðinu að vinna ótrúlegan sigur á liði Herthu Berlin í Europa League. Liðið tryggði sér þátttöku í Europa League með því að vinna sænska bikarinn fyrr á árinu og með því að slá út tyrknesku risana í Galatasaray.

Frásögn Haralds er mögnuð fyrir margt leyti því að Östersund FK verður seint flokkað sem venjulegt fótboltalið. Sem dæmi

Comments