Keep up to date with every new upload!

Join free & follow Hlaðvarp Kjarnans
Sparkvarpið – Fall 1860 Munchen og afnám 50+1-reglunnar – 26. júní 2017

Sparkvarpið – Fall 1860 Munchen og afnám 50+1-reglunnar – 26. júní 2017

Árni, Þorgeir og Þórhallur eru mættir aftur með Sparkvarpið eftir nokkurra vikna sumarfrí. Að þessu sinni einblína þeir á sambandslýðveldið Þýskaland. Farið er yfir fall 1860 Munchen úr 2.Bundesligunni. Liðið tapaði nýverið í umspili gegn Jahn Regensburg og féll ekki niður um eina heldur tvær deildir, alla leið niður í fjórðu deild vegna þess að þeir neituðu að greiða þáttökugjald fyrir þriðju deildina.

Eigandi þeirra, Hasan Ismaik hefur stöðvað allt innstreymi peninga í klúbbinn og hótaði um daginn að hefja mál fyrir dómstólum vegna 50+1 reglunar í Þýskalandi. Reglan segir til um að enginn utanaðkomandi aðili megi hafa meira en 50 prósent ákvörðunarvald innan félaga í Bundesligunni.

Mikil umræða hefur skapast á milli félaga í Bundesligunni hvort það eigi að leggja niður þessa reglu, sérstaklega vegna þess að félög eins og RB Leipzig hafa fundið hjáleiðir fram hjá reglunni. Strákarnir ræddu hvað það myndi mögulega hafa í för með sér og hvort að deildin myndi hagnast af slíkri ákvörð

Comments