Keep up to date with every new upload!

Join free & follow Hlaðvarp Kjarnans
Share
  • 2 years ago
Kvikan - 28. september 2016

Kvikan - 28. september 2016

Framsóknarflokkurinn er orðinn eins og þáttur af „24“, síðustu mínúturnar af hverjum þætti láta þig þrá að horfa strax á þann næsta, sem er vanalega einungis einum þjóðfélagsumræðuþætti undan. Vigdís Hauksdóttir vill reyndar meina að flokkurinn sé eins og ABBA, sem hefur verið valin besta pólitíska líking ársins hingað til af dómnefnd Kvikunnar.

Í þeirri samkeppni rétt marði hún Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra, sem talaði um „íslensku efnahagsrútuna“ í eldhúsdagsumræðum á mánudag. Stjórnendur Kvikunnar voru sammála um að þetta hafi verið tilraun Lilju til að færa íslenskt stjórnmálalíkingamál frá sjávarútvegi og að ferðaþjónustu, sem er nú orðin helsti atvinnuvegur þjóðarinnar.

Könnun MMR sýnir að nær allir hópar samfélagsins nema rétt rúmur helmingur þeirra sem kjósa Framsóknarflokkinn voru á móti nýjum búvörusamningum. Það kom ekki í veg fyrir að þeir voru keyrðir í gegn. Án þess að það þætti pólitískur ómöguleiki.
Svo þurfti að ræða kostnað við hvert atkvæði í forsetakosning

Comments