Keep up to date with every new upload!

Join free & follow Hlaðvarp Kjarnans
Share
  • 1 year ago
Kvikan - 21. desember 2016

Kvikan - 21. desember 2016

Stjórnendur ÁTVR skila með vinstri hendinni inn umsögnum þar sem þeir ráðleggja stjórnvöldum um lýðheilsu og skaðsemi íslensks neftóbaks en með þeirri hægri auglýsa þeir grimmt lengri opnunartíma í áfengisverslunum um jólin á öllum miðlum sem þeir komast í tæri við.

Eldra fólk skilar sér mun fremur á kjörstað en það sem er yngra og ýmislegt má lesa í þær víglínur sem eru að dragast í þingstörfunum um hvaða flokkar geti starfað saman í ríkisstjórn og hverjir ekki. En stóra fréttamál vikunnar var, líkt og svo oft áður, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem halt sitt eigið partý, vildi bara tala um það partý og er enn ófær um að líta í eigin barm en er þess í stað orðin brjóstvörn þeirra sem hafa mjög brenglaða sýn á hlutverk og eðli fjölmiðla.

Þetta og allt hitt sem skiptir öllu máli í Kviku vikunnar með Þórunni Elísabetu Bogadóttur og Þórði Snæ Júlíussyni.

Comments