Keep up to date with every new upload!

Join free & follow Alvarpið
Virðulegi forseti 6. þáttur - Bogi og Ólafur - kosningaþema

Virðulegi forseti 6. þáttur - Bogi og Ólafur - kosningaþema

Þátturinn að þessu sinni er í öðruvísi formi en venjulega, en Halldór og Hörður taka ekki fyrir stjórnmálamann að þessu sinni. Í staðinn taka drengirnir fyrir tvo menn af gamla skólanum. Fáir eru jafn hoknir af reynslu og fullir af gæðum eins og þessir tveir turnar í íslensku samfélagi. Þessir menn eru auðvitað Bogi Ágústsson og Ólafur Þ. Harðarson, sem iðulega eru raddir skynseminnar í kosningasjónvarpi RÚV.

Auk þess að stikla á stóru um niðurstöður kosninganna fara drengirnir vel yfir það hvernig þessir þungavigtarmenn í stjórnmálaumræðunni skoða úrslit kosninga og hvernig þeir eru ávalt flottir í tauinu og virðulegir.

Hlustið og Virðið!

Comments