Keep up to date with every new upload!

Join free & follow Alvarpið
Share
  • 57
  • 4 years ago
Trí ló gík 1: Mad Max

Trí ló gík 1: Mad Max

Í fyrsta þáttinn af Trí ló gík mætir Hugleikur Dagsson með Mad Max þrennuna undir handleggnum og er hún tekin til krufningar.

Kynnt verða til leiks Táklippari, Næturriddarinn, Hámur, Frænka, FormannStórmann, Grimmi-Krakki að ógleymdum Tryllta Max sjálfum.

Farið verður yfir innihald, fagurfræði og ýmsar áhugaverðar staðreyndir er lúta að gerð myndanna.

Varað er við því að allar fléttur og öll endalok eru gefin upp í þáttunum því allt verður að ræða og það til hlítar.

TRÍ LÓ GÍK er í umsjá bíónördahjónanna Melkorku Huldudóttur og Ragnars Hanssonar en þau fá til sín vel valda gesti sem spjalla um sinn uppáhalds kvikmyndaþríleik*. 

*Þríleikur verður teygjanlegt hugtak sem sveigist eftir smekk viðmælenda og þáttarstjórnenda.

Comments