Keep up to date with every new upload!

Join free & follow Alvarpið
Share
Stofuhiti - 1. þáttur

Stofuhiti - 1. þáttur

Fílalag er komið í nokkura vikna vorfrí en á meðan fer nýr þáttur í loftið, sem byggður er á bók eftir Berg Ebba, annars umsjónarmanna Fílalags. Þessi nýi þáttur (sem þó verður aðeins nokkrar vikur í loftinu) nefnist Stofuhiti, eins og bókin sem væntanleg er nú í vor.

Þáttur dagsins nefnist „Tupac" eftir kaflanum sem hlustendur fá að heyra, en hlaðvarpið er þannig byggt upp að Bergur Ebbi les kafla úr bókinni og svo koma góðir gestir og ræða það sem lesið var upp. Að þessu sinni eru gestirnir Sandra Barilli og Snorri Helgason (Fílalag gætti sérstaklega að því að trappa hlustendur hægt niður og taka Snorra ekki frá ykkur alveg strax). Það væri við hæfi að lýsa því yfir að hér væri komið nýtt og sjóðheitt hlaðvarp. En í raun er það ekki sjóðheitt heldur er það borið fram við stofuhita, eins og reyndar flest í menningu okkar. Stofuhiti. Gjörið svo vel.

Comments