Keep up to date with every new upload!

Join free & follow Alvarpið
Share
  • 63
  • 1 year ago
Póetrý gó 3. þáttur: Gluggar

Póetrý gó 3. þáttur: Gluggar

Fyrirbærið GLUGGI er ef til vill útbreiddasta sameiningar- og sundrungarafl vorra tíma. Glugginn gefur hinum ljóðhneigða vegfaranda innsýn inn í nýja heima, gefur hinu ljóðelska gluggakistuskáldi útsýni út í heim, gefur og gefur, eins og jólasveinninn, eins og dílerinn í spilavítinu, eins og móðir barni sínu á brjóst. 

Þáttastjórnendur Póetrý Gó, Fríða Ísberg og Brynja Hjálmsdóttir, ræða við skáldið Halldóru K. Thoroddsen um ljóðrænu gluggans, skoða glugga í ljóðum, Björk Þorgrímsdóttir og Sigurbjörg Þrastadóttir lesa upp ljóð og Fríða flytur ljóðrænan pistil um gluggana í Vesturbæ Reykjavíkur.

Comments