Keep up to date with every new upload!

Join free & follow Alvarpið
Share
  • 85
  • 2 years ago
Á trúnó #4 - Á trúnó um náttúruna

Á trúnó #4 - Á trúnó um náttúruna

Það er vor í lofti bæði í Danmörku og á Íslandi. Það er Páskadagur og því ekkert betra en að liggja í súkkulaðivímu og hlusta á konur tala um náttúruna. Hvað dettur ykkur í hug þegar þið heyrið orðið náttúra? Hvað getur eyðilagt góða náttúruupplifinu annað en veðrið, mannvirki eða skordýr? Konurnar fara um víðan völl eins og við er að búast. Þær tengja orðið náttúru við Íslans, fjölskyldu, víðáttu, næringu og góða samveru, frelsi og margt fleira. Ykkur er boðið í ferðalag um ykkar eigin tilfinningar og minngar tengdar náttúru sem er nær ykkur en þið haldið. Kíkið út um gluggann, lítið upp í himininn eða til hliðar þegar þið keyrið Sæbrautina. Njótið og nærist.

Viðmælendur: Lára Sigurðardóttir, Thelma Lind Waage, Brynja Björg Guðmundsdóttir, Sigríður Ella Jónsdóttir, Katrín Björgvinsdóttir og Elísabet Anna Kristjánsdóttir
Tónlist í þættinum: Hljómsveitin Eva

Comments